#54. - Valkyrjur á leið til Valhallar, óheppilegir bólfélagar og ráðherrakapall
Manage episode 454147309 series 3619841
Miðflokkurinn vann sigur í kosningunum en hefur þó ekki verið hleypt að borðinu við myndun ríkisstjórnar. Forsvarsmenn flokksins halla sér þó aftur og það á einnig við um formann Sjálfstæðisflokksins.
Á sama tíma velta menn vöngum yfir því hvernig ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður samsett, ef tekst að koma henni á koppinn.
Í Spursmálum í dag er sviðsmyndum um það varpað fram. Þar er einnig rætt við þingmennina Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem nú er að búa sig undir að hverfa úr ráðuneyti sínu til síðustu þriggja ára og Karl Gauta Hjaltason sem kemur að nýju inn á þing eftir nokkurra ára fjarveru.
Þau ræða mögulega stjórnarmyndun og hvort flokkar þeirra, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur muni eiga aðkomu að slíkum viðræðum áður en yfir lýkur.
Áður en þau mæta til leiks ræðir Stefán Einar við varaborgarfulltrúana Söndru Hlíf Ocares, sem er í Sjálfstæðisflokki og Stefán Pálsson sem situr fyrir VG í borgarstjórn. Flokkar þeirra beggja urðu fyrir þungu áfalli í kosningunum og óvíst hvernig þeir hyggjast bregðast við.
Þeim til fulltingis við greiningarvinnuna er mættur á svæðið Valgeir Magnússon, oft nefndur Valli sport, en hann er í hópi reyndustu auglýsinga- og markaðsmanna landsins. Hvað finnst honum um kosningabaráttu flokkanna. Hann rýnir í kortin í þeim efnum.
62 ตอน